Að óbreyttu munu áætlaðar afborganir af erlendum lánum annarra en ríkissjóðs aukast verulega árið 2015 og verða að meðaltali 134 milljarðar króna á árunum 2015 til 2018 eða um 8% af landsframleiðslu. Mestu munar um afborganir nýja Landsbankans til þess gamla sem verða um 69 milljarðar króna að meðaltali á ári á árabilinu eða 4% af landsframleiðslu.

Þetta kemur fram í ritinu Fjármálastöðugleiki, sem Seðlabankinn hefur gefið út. Þetta er annað ritið af þessum toga sem Seðlabankinn gefur út á árinu.

Í ritinu segir m.a. um Landsbanka-lánið:

„Ef ekki kemur annaðhvort til endursamninga um þessar skuldir eða að viðkomandi aðilar öðlast aðgang að erlendum lánamörkuðum til að endurfjármagna þær gæti þrýstingur á gengi krónunnar og gjaldeyrisforða Seðlabankans orðið verulegur, sem myndi gera losun fjármagnshafta erfiðari en ella. Því er mjög mikilvægt að endursamið verði um skuld nýja Landsbankans við þann gamla,“ segir í ritinu.

Ritið í heild