Fyrrverandi stjórnendur og starfsmenn Landsbankans sem sérstakur saksóknari hefur ákært vegna meintrar markaðsmisnotkunar í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008 lýstu sig saklausa við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Sex eru ákærður í málinu. Fram kemur í umfjöllun RÚV um málið að auk þessa séu þau Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, og Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans og um tíma bankastjóri, sömuleiðis ákærð fyrir umboðssvik, fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína sem stjórnendur bankans með því að veita lán til kaupa á hlutabréfum í bankanum án fullnægjandi trygginga.