Stefnt er að því að selja 15% hlut í Landsbankanum á þessu ári og annað eins á næsta ári. Engin formleg vinna er þó hafin innan fjármálaráðuneytisins samkvæmt óstaðfestum heimildum Viðskiptablaðsins.

Ákveðin vinna virðist þó vera farin af stað við undirbúning en ef hluturinn verður skráður á markað má ætla að allt að níu mánuðir fari í þá vinnu. Slíkt á þó ekki við ef hluturinn verður seldur án skráningar.

Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir raunhæft að sala á hlut í bankanum gæti orðið á þessu ári. „Bankinn er þegar með skráð skuldabréf á markaði og allir innviðir til staðar. Óvissu hefur verið eytt með samkomulagi á milli Landsbankans og LBI. Þetta væri því gott fyrir ríkið, Landsbankann, markaðinn og gott í samhengi við afnám/slökun gjaldeyrishafta.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .