Fjármálaeftirlitið hefur veitt Landsbankanum leyfi til útgáfu á sértryggðum skuldabréfum að því er segir í tilkynningu á vef FME.

Í mars greindi Landsbankinn frá því að hann ætlaði að gefa út sértryggð skuldabréf, sem skráð yrðu í Kauphöll Íslands. Útgáfa sértryggðu skuldabréfanna er hugsuð sem fjármögnun fyrir íbúðalánasafn bankans og til lágmörkunar á fastvaxtaáhættu bankans.