Landsbanki Securities í Englandi hefur verið ráðinn af stjórn Andor til að hafa milligöngu um mögulega yfirtöku á félaginu.

Andor hefur staðfest að rætt hafi verið um sölu félagsins fyrir 73 pens á hlut, en sé hluturinn verðlagður á þá upphæð er markaðsvirði félagsins 19,7 milljónir punda.

Andor Technology er írskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun og framleiðslu stafrænna myndavéla. Fyrirtækið hefur 180 starfsmenn á sínum snærum í 40 löndum. Framleiðsla þess er notuð til ýmissa verka í lyfja- og matvælaiðnaði, en félagið hefur þróað afar ljósnæmar myndavélar.