Eins og kunnugt er beittu bresk stjórnvöld ákvæði hryðjuverkalaga þar í landi gegn íslenskum fyrirtækjum snemma í þessum mánuði í þeim tilgangi að frysta eignir þeirra.

Á vef breska fjármálaráðuneytisins má finna lista yfir þau ríki og „samtök“ sem nú sæta fjárhagslegum refsiaðgerðum af hálfu breska ríkisins.

Þar má finna ríki á borð við Íran, Írak, Líbanon, Sýrland, Norður Kóreu og Zimbabwe.

Þótt flestir „meðlimir“ listans séu ríki er þar einnig að finna alþjóðleg og vel þekkt hryðjuverkasamtök á borð við al Qaida.

Nú síðast en ekki síst má finna nafn Landsbankans á lista yfir þá aðila sem sæta refsiaðgerðum af hálfu bresku ríkisstjórnarinnar.

Hér má sjá listann fræga.