*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 10. maí 2013 15:33

Landsbankinn áfram bakhjarl Menningarnætur

Samstarfssamningur Landsbankans og Höfuðborgarstofu var undirritaður í dag.

Ritstjórn
Aðrir ljósmyndarar

Í dag undirrituðu fulltrúar frá Höfuðborgarstofu og Landsbankanum samstarfssamning til tveggja ára en með honum er staðfest að bankinn muni áfram vera helsti bakhjarl Menningarnætur eins og hann hefur verið frá upphafi eða í 17 ár.

Í tilkynningu kemur fram að síðastliðin þrjú ár hefur fjárstuðningur bankans verið nýttur til að veita styrki úr Menningarnæturpotti sem renna beint til listamanna sem koma fram á Menningarnótt. Í ár verður kastljósinu beint að gömlu höfninni og verkefnum sem tengjast henni en sú tenging er þó ekki skilyrði fyrir styrkveitingu. Styrkir úr Menningarnæturpotti eru á bilinu 50.000 – 200.000 krónur og eru veittir jafnt einstaklingum og hópum.