Samhljóða var samþykkt tillaga á aðalfundi Landsbankans í fyrradag um að bankaráði væri heimilt að gefa út breytanleg skuldabréf fyrir 60 milljarða króna.

Kjartan Gunnarsson, fundarstjóri og bankaráðsmaður, sagði að segja mætti að um ákveðna varúðarráðstöfun bankans væri að ræða og að ekki væri endilega ástæða til að ætla að heimildin yrði nýtt.

Samkvæmt sömu breytingartillögu við samþykktir bankans er bankaráði einnig heimilt að auka hlutafé félagsins um allt að 1,5 milljörðum króna til að mæta skuldbindingum þess samkvæmt hinum breytanlegu skuldabréfum.

Heimildin gildir í fimm ár, eða til ársins 2013.

_____________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .