Landsbankinn auglýsir í dag eftir stjórnarmanni til að taka sæti bankans í stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins. Í auglýsingu, sem birtist í Viðskiptablaðinu í dag, segir að leitað sé að einstaklingi sem hefur þekkingu á starfsemi lífeyrissjóða og með reynslu af stjórnarstörfum. Viðkomandi skal vera með öllu óháður Landsbankanum.

Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi bankans, segir að Landsbankinn hafi áhuga á að þróa þessa ráðningarleið hérlendis og sé hún leið til betri stjórnarhátta. Skipuð verður valnefnd sem mun fara yfir umsóknir og annast ráðninguna. Umsóknarfrestur er til 25. maí næstkomandi.