Landsbankinn mun birta uppgjör sitt fyrir þriðja ársfjórðung á morgun, samkvæmt dagatali Kauphallarinnar. Greiningardeild Glitnis og greiningardeild Kaupþings banka hafa báðar birt afkomuspá fyrir bankann en greiningardeild Landsbankans spáir ekki fyrir um afkomu síns eigin banka.

Greiningardeild Glitnis spáir að hreinar vaxtatekjur Landsbankans nemi 10.623 milljónir króna á fjórðungnum en greiningardeild Kaupþings banka reiknar með að þær nemi 10.300 milljónum króna.

Greiningardeild Glitnis spáir að hreinar rekstrartekjur nemi 18.664 milljónum króna en greiningardeild Kaupþings spáir að þær muni nema 20.356 milljónum króna.

Greiningardeild Glitnis reiknar með að hagnaður Landsbanka muni nema 6.176 milljónum króna eftir skatta. Greiningardeild Kaupþings spáir að hann muni verða 7.780 milljónir króna.