Skilanefnd Landsbankans hyggst leggja beiðni fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur um áframhaldandi greiðslustöðvun. Að sögn Lárusar Finnbogasonar, formanns skilanefndar, verður beiðnin lögð fyrir á fimmtudag. 26. febrúar.

Í síðustu viku var fundur með kröfuhöfum þar sem þeim var gerð grein fyrir eigna og skuldastöðu þrotabúsins. Í upphafi fékk bankinn greiðslustöðvun til þriggja mánaða og var hún veitt til 6. desember. "Við ætlum að fara fram á að við fáum hámarkstíma í viðbót, semsagt níu mánuði," sagði Lárus.