Hagnaður Landsbankans á öðrum ársfjórðungi nam 7,5 milljörðum króna og hagnaður á fyrstu sex mánuði ársins nam því 15,5 milljörðum króna. Þetta er aukning frá sama tíma í fyrra þegar hagnaður nam 11,9 milljörðum. Eigið fé bankans hækkar og er nú um 230 milljarðar króna. Eiginfjárhlutfall bankans er því langt umfram kröfur Fjármálaeftirlitsins (FME) og er nú 25,9%. Það var 23,3% í lok júní í fyrra.

Steinþór Pálsson bankastjóri segir reksturinn vera á réttri leið. VB Sjónvarp ræddi við hann.