Landsbankinn hefur á síðastliðnum tveimur árum lokið við að selja öll þau fyrirtæki í óskyldum rekstri en teljast lífvænleg sem hann hefur fengið í fangið í kjölfar rekstrarerfiðleika. Verðmæti eigna sem bankinn hefur haft til sölu hefur lækkað um 100 milljarða króna.

Fram kemur í tilkynningu frá bankanum að fyrirtækin séu nú komin í hendur eigenda sem geti einbeitt sér að uppbyggingu þeirra og vexti á komandi árum. Þetta er í samræmi við reglur og tilmæli Samkeppniseftirlitsins.

Þau fyrirtæki sem seld hafa verið eru Eignarhaldsfélagið Vestia (Húsasmiðjan, Vodfone, Skýrr, Teymi og Plastprent), Icelandic Group, Límtré Vírnet, Björgun, Pizza Pizza, Parlogis, Sólning og fleiri. Þá seldi bankinn nýverið hlut sinn í Verði Tryggingum og Verði Líftryggingum auk þess að selja fjölda fasteigna og skráðra og óskráðra verðbréfa. Þá var 75% hlutafjár dótturfélagsins Regins í vikunni og verður félagið skráð á markað eftir mánaðamótin. Dótturfélag Landsbankans heldur eftir 25% hlut í Reginn.

Fram kemur í tilkynningu bankans að salan styrki fjárhagsstöðu hans auk þess að einfalda og skýra skýra reksturin. Þá beri salan með sér að fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja í kjölfar hrunsins fer senn að ljúka.