Kaupþing banki birtir uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung á morgun, en búast má við góðu uppgjöri, segir greiningardeild Landsbankans.

"Við spáum 9,1 milljarða króna hagnaði á fjórðungnum og mælum með yfirvogun á félaginu. Verðbólga mun keyra áfram mikla aukningu í hreinum vaxtatekjum en á móti kemur að búist er við tapi af hlutabréfaeign, bæði innlendri og erlendri," segir greiningardeildin.