Landsbanki Íslands [ LAIS ] ætlar að bjóða Icesave innlánsreikning sinn í Hollandi, en netreikningurinn hefur hingað til verið í boði í Bretlandi þar sem hann var fyrst boðinn 2006. Vefsíða hefur verið opnuð fyrir Icesave í Hollandi, www.icesave.nl , og þar segir að í boði séu 5% vextir.

Hjá Dow Jones fréttaveitunni kemur fram að í Hollandi muni Landsbankinn keppa við risa á borð við ING Groep og Fortis, sem hafi í fyrra keypt hluta af ABN Amro, auk Rabobank.