„Þér, sem starfsmanni Háskóla Íslands, stendur til boða sérkjör hjá Landsbankanum í vildarþjónustu Vörðunnar," segir í upphafi bréfs sem fjármálastjórn Háskóla íslands sendi öllum starfsmönnum Háskóla Íslands fyrir skömmu.

Er það gert þar sem Landsbankinn (NBI) er viðskiptabanki HÍ.

Meðal sérkjara sem starfsmönnum HÍ er boðið upp á er 30 prósent afsláttur af tryggingum hjá Verði tryggingafélagi auk 15.000 króna afsláttar fyrsta árið.

Þá er góðri ávöxtun á Vaxtareikningi og Sparireikningi bankans heitið, fríu gullkreditkorti í eitt ár með „rýmri heimild" auk veltureiknings með hagstæðum inn- og útlánakjörum.

Bréfið hljómar þannig:

" Landsbankinn býður starfsmönnum Háskóla Íslands sérkjör

Þér, sem starfsmanni Háskóla Íslands, stendur til boða sérkjör hjá Landsbankanum í vildarþjónustu Vörðunnar. Meðal sérkjara til starfsmanna Háskóla Íslands má nefna:

  • Veltureikning með hagstæðum inn- og útlánskjörum.
  • Góða ávöxtun á Vaxtareikningi og Sparireikningi.
  • Frítt gullkreditkort í 1 ár með rýmri heimild.
  • 30% aflátt af tryggingum hjá Verði auk 15.000 kr. afslátt fyrsta árið.

Önnur þjónusta í boði:

  • Einkabankaþjónusta sem býður alhliða fjármálaþjónustu fyrir efnameiri einstaklinga, aðgang að eigin ráðgjafa allan sólarhringinn og heildarumsjón með eignasöfnum.
  • A-kort með Aukakrónusöfnun sem býður raunverulegan ávinning strax. Aukakrónur eru krónur sem kreditkorthafar fá endurgreiddar, annars vegar frá Landsbankanum og hins vegar frá samstarfsaðilum Aukakróna, við notkun á A-korti.
  • Debetkort með rafrænum skilríkjum eru til öruggrar auðkenningar og draga úr þörf fyrir notendanöfn og lykilorð. Handhafar rafrænna skilríkja geta skrifað undir skjöl eða umsóknir á netinu þegar þeim hentar, heima eða að heima.
  • Sjálfvirkt heimilisbókhald í Einkabankanum þínum.
  • Fjölbreyttar ávöxtunarleiðir í lífeyrissparnaði.

Við hvetjum þig til að hafa samband við starfsmenn okkar í Vesturbæjarútibúi og kynna þér betur sérkjör starfsmanna Háskóla Íslands."