Nýi Landsbankinn hefur eignast um það bil 40% hlut í bílaumboðunum Öskju og Kia. Fyrir skömmu voru félögin skilin frá Heklu en sami eigandahópur hafði farið fyrir báðum félögum í nafni eignarhaldsfélagsins Hafrahlíðar ehf.

Um leið tók Nýja Kaupþing yfir rekstur Heklu, þegar ljóst var að hluthafar vildu ekki koma með meiri fjármuni þangað inn, og eignaðist Hafrahlíð.

Dótturfélög Hafrahlíðar, Hekla ehf. og Hekla fasteignir ehf., komust með samrunanum undir yfirráð Nýja Kaupþings og hefur samruninn hlotið blessun Samkeppniseftirlitsins.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .