Landsbankanum var skylt að endurgreiða tveimur útgerðarfyrirtækjum ríflega tvo milljarða króna samtals, samkvæmt úrskurði Hæstaréttar. Það voru fyrirtækin Guðmundur Runólfsson og Hraðfrystihús Hellissands. Þessu er gert skil í Morgunblaðinu .

Héraðsdómur hafði áður sýknað bankann af kröfunni í ársbyrjun. Lán fyrirtækjanna tveggja báru upprunalega erlenda vexti, en bankinn endurreiknaði vexti miðað við íslenska vexti - og var munurinn ríflega tveir milljarðar króna.

Dómurinn tók mat á stærð fyrirtækjanna og þess óhagræðis af viðbótarkröfunni. Hún var talin veruleg sér í lagi ef tekið var mið af heildartekjum fyrirtækjanna tveggja. Landsbankinn þurfti því að greiða Hraðfrystihúsi Hellissands tæplega 1,2 milljarða og Guðmundi Runólfssyni tæpan milljarð, auk málskostnaðar.