Ein stærsta raftækjakeðja Spánar er komin í greiðsluþrot og eru skuldir hennar sagðar nema 18-21 milljarði íslenskra króna. Landsbankinn lánaði fé til kaupa á keðjunni á sínum tíma.

Landsbanki Íslands er einn aðallánardrottinn eigenda spænska raftækjarisans Prometheus Electronic sem óskað hefur eftir greiðslustöðvun, en þarlendir fjölmiðlar fullyrða að skuldir fyrirtækisins við birgja og lánardrottna nemi um 145-150 milljónum evra, eða 18-21 milljarði króna.

Á fréttavef viðskiptablaðsins CincoDías er því haldið fram að þar vegi þyngst skuldir við Landsbankann. Viðskiptablaðið náði ekki í yfirmenn Landsbanka í gær en fréttastofa Ríkisútvarpsins hafði eftir Elínu Sigfúsdóttur, framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, að bankinn ætti aðeins hluta af skuldum fyrirtækisins og hefði að auki veð í eignum. Bankinn ætti því ekki að tapa fé vegna erfiðleika Prometheus Electronics.

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .