Hlutafé Eignarhaldsfélags Landsbankans hefur verið lækkað um 9,7 milljarða á genginu 1,882. Við þetta verður 18,2 milljörðum ráðstafað til hluthafa en eini hluthafinn er Landsbanki.

Eftir hlutafjárlækkunina er hlutafé félagsins 13,3 milljarðar að nafnverði. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins til hlutafélagaskrár. Miðað við gengið sem var notað í viðskiptunum er félagið því metið á um 25 milljarða króna. Síðasti birti ársreikningur Eignarhaldsfélags Landsbankans var fyrir árið 2011 en þá skilaði félagið 12,8 milljarða hagnaði. Félagið heldur meðal annars utan um eignarhlut Landsbankans í Landsbréfum og fasteignafélaginu Regin.