Landsbankinn hefur veitt Eyri Invest fjármögnun upp á 11 milljónir evra, jafnvirði rúmlega 1,7 milljarða íslenskra króna.

Samkvæmt upplýsingum frá Eyri er allt greiðsluflæði félagsins vegna vaxtagreiðslna, afborgana og rekstrarkostnaðar fram á mitt næsta ár nú fullfjármagnað.

Fram kemur í svari frá Eyri við fyrirspurn Viðskiptablaðsins að lántakan sé hluti af hefðbundinni lausafjárstýringu Eyris. Hún sé m.a. hugsuð til að veita félaginu aukið svigrúm til þess að standa við bakið á þeim sprotafjárfestingum sem Eyrir hafi ráðist í og mögulegum verkefnum. Eyrir á 29% hlut í Marel og er Árni Oddur Þórðarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eyris, forstjóri Marel. Þá á félagið 17% hlut í hollensku fyrirtækjunum Stork og Fokker.