Landsbankinn hefur stækkað skuldabréfaflokka sína í norskum og sænskum krónum með gjalddaga í júní 2019 með útgáfu skuldabréfa sem nemur 250 milljónum norskra króna og 100 milljónum sænskra króna.

Heildarstærð skuldabréfaflokkana verður nú 500 milljónir norskra króna og 350 milljónir sænskra króna. Skuldabréfin eru gefin út undir EMTN-ramma Landsbankans og verða skráð í kauphöllina á Írlandi.

Skuldabréfin voru seld á kjörum sem samsvara 2,5% álagi ofan á millibankavexti í norskum krónum annars vegar og 2,5% álagi ofan á millibankavexti í sænskum krónum hins vegar. Umframeftirspurn var eftir skuldabréfunum sem seld voru til fjárfesta í Skandinavíu.