Landsbankinn hefur gert samninga við alþjóðlega banka um greiðslumiðlun í erlendri mynt en frá því í haust hefur erlend greiðslumiðlun að mestu farið fram í gegnum Seðlabanka Íslands.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbankanum.

Þar kemur fram að nú liggur fyrir samstarfssamningur við Citibank um opnun reikninga í öllum helstu viðskiptamyntum bankans, bandaríkjadal, evru, pundi svissneskum franka og japönsku jeni.  Einnig hefur Landsbankinn opnað reikning í kanadískum dollurum hjá Royal Bank of Canada í Kanada, sænskum krónum hjá SEB í Svíþjóð, dönskum krónum hjá Jyske Bank í Danmörku og  norskum krónum hjá DnB Nor í Noregi.