Af hagnaði Landsbanka Íslands ársið 2004 eftir skatta, sem nam 12.709,4 milljónum kr. skal greiða 1.620 milljónir kr. í arð. Arðgreiðsla þessi nemur um 12,75% af hagnaði og er 20% af nafnvirði hlutafjár félagsins. Því sem eftir stendur af hagnaði ársins 11.089,4 milljónum kr. skal ráðstafað til hækkunar á eigin fé Landsbanka Íslands hf. Arðgreiðslan skal framkvæmd með vaxtalausri greiðslu þann 9. mars 2005.

Fyrir aðalfund félagsins liggur ósk um heimild að auka hlutafé úr allt að kr. 400.000.000,- að nafnverði í kr. 2.000.000.000,- að nafnverði. Í greinargerð segir að bankaráð Landsbanka Íslands hf. telur rétt að Landsbankinn hafi möguleika á áframhaldandi vexti, hvort sem er með vexti innri starfsemi eða með kaupum á eignarhlutum í öðrum fjármálafyrirtækjum á Íslandi eða erlendis. Nauðsynlegt er að bankaráð eigi kost á að gefa út nýtt hlutafé til að stuðla að slíkum vexti. Rétt er talið að auka svigrúm bankaráðs til slíkra aðgerða frá því sem nú er.