Landsbankinn hyggst reisa höfuðstöðvar sínar á reit við hliðina á Hörpu og hefur hafnað mörgum ódýrari lóðarkostum. Þessu greinir Morgunblaðið frá í morgun.

Landsbankinn hafnaði tilboði Mannverks um lóð á Granda. Hjalti Gylfason, framkvæmadstjóri Mannversk segist í samtali við Morgunblaðið ekki sjá nein rök sem mæla með því að ríkisbanki byggi á svo dýrum stað sem lóðin við Hörpuna er.

Samkvæmt Mannverki er heildarkostnaður byggingar á þeirra vegum við Fiskislóð 5-6 milljarðar, en áætlað er að höfuðstöðvar bankans í Austurhöfn muni kosta 8 milljarða króna. Hjalti telur einnig að Landsbankinn geti selt lóðina fyrir 500 milljónir meira en þeir keyptu lóðina á fyrir nokkrum árum. Þá væri heildarsparnaður fyrir bankann 2,5 til 3,5 milljarðar króna. Einnig telur Hjalti að lóðin á Fiskislóð hafi þó kosti að aðkoma er betri fyrir viðskiptavini og starfsmenn og eru þar nóg af bílastæðum.