Landsbankinn telur hvorki ástæðu til né tímabært að fjalla um fyrirhugaða nýbyggingu bankans á sérstökum hluthafafundi. Þetta kemur fram í svarbréfi bankans til Vestmannaeyjabæjar, sem mbl.is greinir frá .

Vestmannaeyjabær hafði áður farið þess á leit við bankann að haldinn yrði hluthafafundur í tilefni byggingar nýrra höfuðstöðva bankans, en bærinn á hlut í bankanum.

Í bréfinu segir að fram hafi komið að nú­ver­andi hús­næðis­kost­ur Lands­bank­ans henti bank­an­um ekki, og að mik­il hagræðing muni nást fram með bygg­ing­unni. Þá hafi áform bank­ans legið fyr­ir á síðustu tveim­ur aðal­fund­um bank­ans.

Eft­ir ítar­lega at­hug­un bank­ans hafi niðurstaðan orðið að sú lóð sem bank­inn hyggst byggja á væri hag­kvæm­asti kost­ur­inn.