Hagvöxtur verður nálægt 1% í ár og næstu tvö ár, samkvæmt spá greiningardeildar Landsbankans.

Bætt utanríkisviðskipti og fjárfesting í stóriðju vega upp samdrátt í einkaneyslu og í almennri atvinnuvegafjárfestingu.

Á árunum 2011 og 2012 verður hagvöxtur yfir 4%, enda fara þá saman stóraukinn útflutningur, fjárfesting og hóflegur vöxtur einkaneyslu.