Skilanefnd Landsbankans hefur hafið innheimtuaðgerðir gagnvart lífeyrissjóðum landsins vegna gjaldmiðlaskiptasamninga þeirra sem sjóðirnir áttu inni í bankanum.

Landsbankinn krefur þá um greiðslu sem voru með neikvæða stöðu á gjaldmiðlasamningum um síðustu áramót.

Samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins var bréf þar um sent út nýlega en það hefur ekki fengið nein viðbrögð hjá sjóðunum. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, staðfesti að þeir hefðu fengið slíkt bréf.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .