Greiningardeild Landsbankans hefur unnið nýtt verðmat á KB banka. Miðað við gefnar forsendur er verðmæti bankans metið á 303,6 ma.kr. og gefur það verðmatsgengið 460,9. Síðasta verðmat á bankanum var 407,9 og því hækkar verðmatsgengið um 13%. Helstu skýringar á bak við hækkun verðmatsins eru lægri áhættugrunnur, lækkun ávöxtunarkröfu og breyttar rekstrarforsendur fyrir KB banka. Lokagengi á bréfum KB banka var 450,5 í gær og því mæla Landsbankamenn með því að fjárfestar haldi bréfum sínum.