Uppgjör Landsbanks hefur haft mjög góð áhrif á markaðinn það sem af er degi og hefur Úrvalsvísitalan hækkað um 1,54% á fyrstu 22 mínútunum, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Nemur veltan 4,6 milljörðum króna.

Landsbankinn hefur hækkað um 3,09% og er gengið 30 krónur á hlut, sögðu sérfræðingar eftir lokun markaðar í gær að uppgjörið þyrfti að vera einstaklega gott til þess að fara yfir 30 krónur á hlut.

Straumur-Burðarás hefur hækkað um 2,22%, Kaupþing hefur hækkað um 1,75%, FL Group hefur hækkað um 1,39% og Atorka Group hefur hækkað um 1,39%.