Greiningardeild Landsbankans hefur hækkað verðbólguspá sína í 0,7% úr 0,5% sem hún spáði um miðjan síðasta mánuð, vegna bensínhækkana. Ef það rætist úr spánni mun tólf mánaða verðbólga verða 8,7% og vístalan 263,7 stig.

?Gengislækkun krónunnar á mikinn þátt í verðhækkunum en hún hefur veikst töluvert frá áramótum. Í upphafi árs stóð vísitalan í tæpum 105 stigum en stendur nú í 132. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur sömuleiðis hækkað að undanförnu og skýrist hátt bensínverð aðallega af þessum tveimur þáttum," segir greiningardeildin.