Landsbankinn hefur ákveðið að höfða mál vegna sölunnar á eignarhlut bankans í Borgun hf. á árinu 2014.

Bankaráð Landsbankans tók ákvörðun um málið, en þeirra mat er að bankinn hafi farið á mis við fjármuni í viðskiptunum þar sem bankanum voru ekki veittar nauðsynlegar upplýsingar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsbankanum.

Snýst málið um sölu á 31,2% eignarhluti bankans í Borgun, en Landsbankinn hefur sagt að bankinn hafi ekki haft upplýsingar um að valréttur vegna hugsanlegrar yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe myndi leiða til greiðslna til Borgunar.

Borgun hafi ekki metið réttindin til eigna og gerði ekki grein fyrir þeim í ársreikningum sínum eða upplýsingagjöf til Landsbankans.

Í ágúst í fyrra seldu tólf af æðstu stjórnendum Borgunar 36% af hlut sínum í fyrirtækinu án þess að gera fyrirvara um mögulegan hagnað af sölu Visa Europe til Visa International.