"Við horfum björtum augum til framtíðarinnar," segir Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans, í samtali við Viðskiptablaðið um horfur bankans á árinu.  "Það eru í augnablikinu mjög óvanalegar aðstæður á fjármálamörkuðum í heiminum og það setur mark sitt á skoðanir manns í upphafi árs, en almennt séð eigum við von á að það leysist úr þessu á fyrri hluta ársins og í framhaldi af því, að það komi meira normalt ástand. Um leið og við erum komin í þær aðstæður lítur þetta mjög vel út - og aðstæður góðar fyrir banka almennt," segir hann.