Landsbankinn í Lúxemborg hefur aukið hlut sinn í búlgarska símafyrirtækinu BTC í 13,38%, samkvæmt upplýsingum frá fjármálayfirvöldum í Búlgaríu. Ekki er vitað hve mikið Landsbankinn átti áður í félaginu, né hvort að hluturinn sé hýstur fyrir þriðja aðila.

Björgólfur Thor Björgólfsson á kaupréttinn að 65% hlut eignarhaldsfélagsins Viva Ventures í BTC. Eignarhaldsfélagið er í eigu bandaríska fjárfestingasjóðsins Advent International.

Björgólfur Thor hefur falið fjárfestingabankanum Lehman Brothers að vega og meta kosti og galla á sölu á kaupréttinum og hefur fjöldi alþjóðlegra fjárfestingasjóða sýnt áhuga á hlutnum.

BTC er verðmetið á í kringum 150 milljarða króna. Formleg ákvörðun um á sölu á kaupréttinum í búlgarska félaginu hefur ekki verið tekin.