Landsbankinn hefur verið tekinn inn í norrænu VINX viðmiðunarvísitöluna og er þar með orðið fimmta íslenska félag vísitölunnar, að sögn greiningardeildar Landsbankans.

"VINX vísitölurnar voru settar á stofn í byrjun apríl síðastliðnium og er tilgangur þeirra að endurspegla norræna hlutabréfamarkaðinn og fjárfestingatækfæri á honum," segir greiningardeildin.

Um 200 félög eru í vísitölunni og eru fimm þeirra íslensk: Actavis, Bakkavör, Kaupþing banki, Straumur-Burðarás og nú Landsbanki Íslands.