Landsbankinn hefur lýst því yfir að hann er tilbúinn að skoða að halda úti rekstri gjaldkeraþjónustu sem hluta af þjónustumiðstöð í Bolungarvík. Markmiðið er fyrst og fremst að veita grunnþjónustu þeim íbúum Bolungarvíkur sem eiga erfitt með að nýta sér aðrar leiðir til að sækja hana, þ.m.t. að nálgast bankaþjónustu á Ísafirði.

Ástæða erindisins er fyrirhuguð sameining útibús bankans, áður Sparisjóðs Norðurlands, við útibú Landsbankans á Ísafirði, sem til stendur næstkomandi föstudag, 25. september.

Landsbankinn mun því halda úti gjaldkeraþjónustu í útibúinu til 30. október, en þá ætti að liggja fyrir útfærsla á því hvernig þátttöku annarra í hugsanlegri þjónustumiðstöð verður háttað.