Landsbankinn hefur aukið stöðu sína í eigin bréfum í 5,08% úr 4,97%, að því er fram kemur í flöggun hjá Kauphöllinni. Kaupgengið kemur þar ekki fram.

Af eignarhlut Landsbankans eftir viðskiptin er 3,46% eignarhlutur, vegna framvirkra samninga.

Það sem af er degi hefur bankinn hækkað um 2,45%, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Síðustu fjórar vikur hefur gengið lækkað um 2,21%.