*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 18. nóvember 2011 11:10

Landsbankinn kaupir hlut í Eyri af dótturfélagi

Unnið er af fullum krafti að undirbúningi skráningar fjárfestingarfélagsins Horns á markað. Liður í því er sala á hlut í Eyri Invest.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

„Þetta er liður í því að ljúka undirbúningi fyrir skráningu Horns á markað,“ segir Hermann Már Þórisson, framkvæmdastjóri fjárfestingarfélagsins. Horn seldi á dögunum helming af 27,5% eignarhlut sínum í félaginu Eyri Invest. Landsbankinn, móðurfélag Horns, keypti hlutinn á sama virði og hann var færður á í bókum Horns í lok september.

Landsbankinn átti áður hlutinn í Eyri. Horn eignaðist hann við flutning á eignahlutum bankans í skráðum og óskráðum félögum inn í félagið í febrúar árið 2009.

Hlutur Eyris Invest var stórt hlutfall af eignum Horns fyrir viðskiptin. Eftir viðskiptin mun Horn engu að síður halda eftir 13,75% hlut í Eyri.

Ekki liggur fyrir hvenær Horn verður skráð á markað en talið er líklegt að það geti orðið snemma á næsta ári.