Landsbankinn keypti í morgun hluti í N1 fyrir 120 milljónir króna eins og fram kom í tilkynningu til Kauphallarinnar og Viðskiptablaðið greindi frá.

Bankinn heldur viðskiptum sínum áfram í fyrirtækinu og hefur nú selt 4,15 milljónir hluta fyrir rúmar 100 milljónir króna. Eftir viðskiptin í morgun nam eignarhlutur bankans í fyrirtækinu 5,5% en er nú 4,91% eftir sölu.

Við kaup hlutanna í morgun skrifaði Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða, undir tilkynninguna til Kauphallarinnar um viðskiptin, en við söluna var það Kjartan Þórólfsson, forstöðumaður Viðskiptavaktar bankans.