Landsbankinn hefur lækkað fasta óverðtryggðra vexti til íbúðalána til 36 mánaða um 0,20 prósentustig. Fastir óverðtryggðir íbúðalánavextir bankans til 60 mánaða eru hins óbreyttir.

Breytilegir vextir óverðtryggðra íbúðalána lækka um 0,15 prósentustig og aðrir breytilegir óverðtryggðir vextir útlána lækka almennt um 0,10-0,25 prósentustig hjá bankanum.

Innlánsvextir almennra veltureikninga eru óbreyttir og aðrir innlánsvextir standa ýmist í stað eða lækka um allt að 0,25 prósentustig, sem er sama og lækkun stýrivaxta Seðlabankans á miðvikudaginn í síðustu viku, þegar þeir fóru í 3% sem er sögulegt lágmark.

Breytilegir verðtryggðir vextir íbúðalána lækka um 0,05 prósentustig og verðtryggðir innlánsvextir lækka um 0,05 prósentustig.