*

laugardagur, 16. nóvember 2019
Innlent 11. október 2019 09:31

Landsbankinn lækkar vexti

Fastir vextir óverðtryggðra íbúðalána til 36 og 60 mánaða lækka um 0,25 prósentustig.

Ritstjórn
Hús Landsbankans við Austurstræti.
Haraldur Guðjónsson

Landsbankinn tilkynnti í morgun um lækkun vaxta. Breytilegir óverðtryggðir vextir lækka almennt um 0,05-0,25 prósentustig. 

Fastir vextir óverðtryggðra íbúðalána til þriggja og fimm ára lækka um 0,25 prósentustig.

Breytilegir vextir óverðtryggðra íbúðalána lækka um 0,10 prósentustig. Breytilegir vextir bíla- og tækjafjármögnunar lækka um 0,10 prósentustig og yfirdráttarvextir lækka um 0,25 prósentustig. Innlánsvextir almennra veltureikninga og verðtryggðir vextir eru óbreyttir. Aðrir innlánsvextir standa ýmist í stað eða lækka um 0,05-0,25 prósentustig.

vaxtatafla Landsbankans tekur gildi í dag.