Lateko banka, lettneski bankinn sem er í mestu leyti í eigu íslenskra fjárfesta, hefur samið 23 milljón evra (1,71 milljarðru íslenskra króna) lán frá Landsbanka Íslands, segir í frétt Baltic Business Daily.

Lánið er það stærsta sem bankinn hefur fengið frá erlendri lánastofunum, segir í fréttinni, og það verður nýtt til að lána áfram til lettneskra fyrirtækja. Vaxtakjörin eru 80 punktar yfir EURIBOR, sem eru millibankavextir í Evrópu.

Talsmaður Landsbankans, Yngvi Kristinsson, sagði lánið það fyrsta sem Landsbankinn veitir öðrum banka á Eystrasaltssvæðinu.

Tilkynnt var um kaup íslenskra fjárfesta, sem leiddir eru af Jóni Helga Guðmundssyni, á Lateko banka í síðustu viku. Jón Helgi segir lánið styrkja stöðu bankans á alþjóðafjármálamarkaðnum.