Litið er á það alvarlegum augum í Landsbankanum ef trúnaðargögn um tiltekinn viðskiptavin er lekið úr bankanum. Starfsmaður bankans sem grunaður er um að hafa komið upplýsingum úr bankanum til Gunnars Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, hefur verið sendur í ótímabundið leyfi frá störfum á meðan rannsókn málsins stendur yfir.

Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að þegar grunum kom upp um miðlun trúnaðarganga kom upp þá hafi bankinn sent tilkynningu um málið til Fjármálaeftirlitsins.

Starfsmaður Landsbankans er grunaður um að hafa komið upplýsingum um viðskipti þingmannsins Guðlaugs Þórs Þórðarsonar til Gunnars, sem var rekinn úr starfi sem forstjóri FME í gær.

Málið er til rannsóknar hjá lögreglu. Fram kemur í tilkynningunni að bankinn geti ekki tjáð sig frekar um málið.