Landsbankinn hefur uppfært verðmatsgreiningu sína á Actavis Group. Gerð er 14,0% nafnávöxtunarkrafa á eigið fé Actavis og gert ráð fyrir 5,0% framtíðarvexti. M.v. framangreint er virði Actavis metið á 105,6 ma.kr. sem gefur verðmatsgengið 37,9. Lokagengi þann 28. maí var 41 sem er 8% hærra en verðmatsgengið. Greiningardeild Landsbankans mælir því með að fjárfestar selji bréf félagsins.

Greiningardeild Landsbankans gaf síðast út verðmat á Actavis þann 2. apríl sl. þar sem verðmatsgengið hljóðaði upp á 38,8. Rekstrarforsendur standa óbreyttar að mati þeirra að undanskyldu skatthlutfalli sem hefur verið hækkað. Bent er á umfjöllun í greiningunni um skatthlutföll á mörkuðum félagsins. Vextir hérlendis og erlendis hafa hækkað frá síðasta verðmati og hækkar nafnávöxtunarkrafan í samræmi við það.