Landsbankinn hefur ákveðið að lækka verðtryggða útláns- og innlánsvexti sína. Verðtryggðir útlánsvextir bankans lækka um 0,25 prósentustig. Verðtryggðir kjörvextir bankans lækka því úr 4,95% í 4,70%.

Engin breyting verður gerð á óverðtryggðum vaxtakjörum bankans og verða því óverðtryggðir kjörvextir bankans áfram 8,50%.

Ákvörðun um lækkun verðtryggða vaxta nú er til komin vegna þróunar á verðtryggðum vöxtum á fjármálamarkaði að undanförnu.

Landsbankinn býður ennfremur viðskiptavinum, sem uppfylla ákveðin skilyrði, Íbúðalán á 4,2% föstum verðtryggðum vöxtum til allt að 40 ára.

Vaxtalækkunin tekur gildi 21. september n.k.