*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Innlent 19. júní 2018 13:51

Landsbankinn lokar einnig fyrr

Landsbankinn ætlar rétt eins og Íslandsbanki að loka útibúum sínum fyrr á föstudaginn vegna leiks Íslands gegn Nígeríu.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Útibúum Landsbankans og Þjónustuveri verður lokað kl. 14:00 á föstudag vegna leiks Íslands gegn Nígeríu á HM í Rússlandi.  Netbankinn og Landsbankaappið eru að sjálfsögðu opin allan sólarhringinn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsbankanum.

Landsbankinn fetar þar með í fótspor Íslandsbanka, en eins og Viðskiptablaðið greindi frá fyrr í dag þá ætlar Íslandsbanki einnig að loka fyrr vegna leiks Íslands gegn Nígeríu.

Stikkorð: Landsbankinn Íslandsbanki HM
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is