Landsbankinn
Landsbankinn
© BIG (VB MYND/BIG)

Nú á milli jóla og nýárs tilkynnti Landsbankinn þeim viðskiptavinum sínum sem átt hafa svokallaða P-reikninga hjá bankanum að lokað verði fyrir innlagnir á reikningana þann 21. janúar nk.

Þegar Peningamarkaðssjóðir Landsbanka Íslands voru gerðir upp í lok október 2008 voru innstæður sjóðanna lagðar inn á nýja reikninga, sem kallaðir voru P-reikningar, með tímabundnum sérkjörum. Þessi reikningar báru fyrst um sinn nokkuð háa vexti eða um 14%. Nú bera þeir 3,95% vexti.

P-reikningarnir voru, og eru, óverðtryggðir og óbundnir. Sem fyrr segir hefur Landsbankinn ákveðið að loka fyrir frekari innborganir á P-reikningana og frá og með 21. janúar nk. munu reikningarnir bera sömu vexti og efsta þrep Vaxtareiknings Landsbankans, sem í dag eru 3,45%.

Í bréfi til viðskiptavina Landsbankans eru þeir hvattir til að gera viðeigandi ráðstafanir vegna þessa, t.d. að stofna nýjan sparnaðarreikning.