Þessi breyting er til hagræðingar og einföldunar á rekstri Landsbankans og leiðir einnig af þeirri þróun sem á sér stað í bankastarfsemi, þar sem viðskiptavinir nýta sér rafræna þjónustu í síauknum mæli í stað þess að sækja í útibú eða afgreiðslur. Við þetta láta tveir starfsmenn af störfum, báðir í hlutastarfi. Þetta segir í tilkynningu frá Landsbankanum.

Afgreiðslan á Tálknafirði hefur heyrt undir útibúið á Patreksfirði og að stórum hluta hefur þjónustu og ráðgjöf til viðskiptavina á Tálknafirði verði sinnt í útibúi bankans á Patreksfirði. Vegalengd á milli staðanna er 18 kílómetrar.

Undanfarin ár hafa þéttbýlisstaðirnir Bíldudalur, Tálknafjörður og Vesturbyggð smám saman orðið að einu atvinnusvæði og mörg af helstu þjónustufyrirtækjum á sunnanverðum Vestfjörðum eru á Patreksfirði.