Landsbanki Íslands hefur selt 6,76% hlut sinn í Straumi-Burðarási fyrir um tólf milljarða króna til fjárfestingafélagsins Grettis, segir í tilkynningu frá bankanum.

Sigurjón Árnason sagði í samtali við Viðskiptablaðið að salan markaði endalok á umbreytingaverkefni, sem hófst þegar bankinn ásamt öðrum festi kaup á Eimskipafélagi Íslands árið 2003, og væri að hluta til krafa frá erlendum skuldabréfafjárfestum.

Erlendir greiningaraðilar fjölluðu á neikvæðan hátt um íslensku bankana fyrr á þessu ári og gagnrýndu meðal annars vægi tekna af hlutabréfaeignum, sem sérfræðingar benda á að séu óstöðugar.

Landsbankinn hefur einnig selt 35,39% hlut sinn í Gretti og kaupir Hansa ehf., félag í eigu Björgólfs Guðmundssonar, 33,6% hlut í Gretti af bankanum fyrir um 6,3 milljarða króna.

Eigendur Grettis voru fyrir viðskiptin Sund ehf. (49,05%), Sund ehf. er í eigu Gunnþórunnar Jónsdóttur, Jóns Kristjánssonar og Gabríellu Kristjánsdóttur. Landsbanki Íslands (35,39%) Ópera Fjárfestingar ehf. (15,56%). Ópera Fjárfestingar ehf. er í 50% eigu Hansa ehf. sem er í eigu Björgólfs Guðmundssonar og í 50% eigu Novator ehf. sem er í eigu Björgólfs T. Björgólfssonar.

Með kaupunum styrkist staða Sunds og Björgólfsfegða í Straumi-Burðarási og Björgólfsfeðgar auka hlut sinn í Gretti í 49,16%.

Landsbankinn tilkynnti einnig kaup á 9,9% hlut í Tryggingamiðstöðinni af Gretti á genginu 41