Hagfræðideild Landsbankans mælir með kaupumi á hlutum í Sjóvá í útboði félagsins. Þetta kemur fram í verðmati sem deildin hefur kynnt fjárfestum. Hagfræðideildin metur verðmæti Sjóvár 13,6 krónur á hlut sem er 14,3% hærra en efri mörk áskriftarbilsins 10,7-11,9. Það er áskriftarbil fyrir almenna fjárfesta í tilboðsbók A en lágmarksverð í tilboðsbók B er 11,9 krónur á hlut.

Miðað við þetta mat bankans þá mun markaðsvirði Sjóvár vera um 21,7 milljarðar króna. Heildarmarkaðsvirði tryggingarfélaganna þriggja verður þá á bilinu 65 til 70 milljarðar króna eða 13-14% af heildarmarkaðsvirði skráðra félaga í kauphöllinni.